Elliðaárnar.
Björgunarstarfið í fullum gangi. Mynd er af FB síðu Elliðaána og þar eru þær fleiri.

Sérfræðingar frá Hafró hafa verið við björgunarstörf í Árbæjarkvísl Elliðaána í dag og í gær, en hátt í fimmtíu laxar voru þar innilokaðir og komust hvorki lönd nér strönd.

Ásgeir Heiðar greindi fyrst frá þessu á FB síðu Elliðaána og höfðu menn verið með nokkrar vangaveltur um þessa uppákomu á FB. Höfðu margir áhyggjur af afdrifum umræddra laxa, en þeir reyndu margir ítrekað að stökkva í flauminn sem þrumast undan stífluveggnum, algerlega ófær löxunum og voru að sögn tveir þegar dauðrotaðir í hylnum. Var þá gripið til aðdráttarnets og undir leiðsögn sérfræðinga frá Hafró tókst að bjarga 17 löxum í gær og 29 til viðbótar í dag. Voru allir laxarnir fluttir yfir í vestari kvíslina og upp fyrir stíflu, þangað sem förinni var heitið þar til að þeir villtust inn í vitlausa kvísl.