Stóra Laxá, Árni Baldursson
Glæsilegur lax úr morgunafla í Stóru Laxá. Myndin er af FB síðu Árna Baldurssonar.

Efsta svæðið í Stóru Laxá, svæði 4, var opnað í morgun og var veiðin mögnuð, 25 löxum var landað á fjórar stangir. Veiði á neðri svæðunum byrjar að morgni næsta föstudags.

Fram kom hjá Árna Baldurssyni leigutaka Stóru Laxár að lax væri að finna víða á svæðinu og mikill lax væri bunkaður í nokkrum hyljum og nefndi hylinn Treg meðal annarra í því sambandi. Einstaklega skemmtilegt nafn á gjöfulum veiðihyl. Sjálfur landaði Árni 12 löxum úr ánni, en laxar þessir voru meira og minna stórir, á bilinu 10 til rífilega 17 punda. Margir misstust. Stærri laxar hafa sést í ánni, en lutu ekki í gras að þessu sinni