Faxi, Tungufljót
Breiðan neðan við fossinn Faxa er þekktasti veiðistaðurinn í Tungufljóti. Mynd fengin hjá Lax-á

Árni Baldursson forsprakki Lax-ár hefur boðað kynningu á Tungufljóti í uppsveitum Árnessýslu þar sem félagið hefur verið með seiðasleppingar síðustu árin. Árni skrifar:

„Skemmtileg veiðistaðakynning framundan á laxasvæðinu í Tungufljóti 30.maí nk, laugardag kl 13.00. Við ætlum að fara bæði með austur og vesturbakka Tungufljóts og skoða vel alla veiðistaði , austurbakkinn er vanmetinn og ekki margir sem þekkja hann.Ég, ásamt reyndum leiðsögumönnum höldum kynninguna og hittum veiðimenn kl 13.00 við bílastæðið hjá Faxa. Hægt er að skrá sig á kynninguna með því að senda tölvupóst á arnibald@lax-a.is.