Laxatorfa. Mynd Heimir Óskarsson.

 

Veiðiklúbburinn Strengur og INEOS standa fyrir lokaðri ráðstefnu á Hilton á morgun. Þar verður fjallað um framtíð villtra stofna Atlantshafslaxins sem á í vök að verjast þar sem hann fyrirfinnst. Mengun, loftslagsbreytingar, stíflur og síðast en en ekki síst sú endalausa margþætta vá sem stafar af opnu sjókvíaeldi sem virðist vera að draga teppi sitt yfir Ísland í skjóli stjórnmálamanna.

Á ráðstefnunni á morgun verða innlendir og erlendir framsögumenn og konur og fara betur yfir það verkefni sem kynnt var í Vopnafirði síðast liðið sumar. Það er kennt við sex laxveiðiáa verkefnið og innifelur laxveiðiár Vopnafjarðar og Bakkaflóa þar sem Strengur hefur ítök sín. Þarna verður fjallað um fiskvegagerð, búsvæðabætingar, skógrækt til að bæta búsvæði, hrognagröft og margt, margt fleira. En sum sé, ráðstefnan er lokuð öllum nema boðsgestum.