Fluguhnýtingar.
Fluguhnýtingar, heldur skrautlegar, á veiðimessu sem haldin var fyrr í vor.

Félagarnir í Fish Partner eru að standa fyrir fluguhnýtingarkeppni sem ber hið magnaða nafn Iron Fly, eða járnflugan og fer keppnin fram á laugardagskvöldið 5.mai á Sólon í Bankastræti.

„Við ætlum að keyra inn í veiðisumarið í blússandi stemmningu,“ segja þeir félagar og lofa rífandi stemmingu. Þeir taka fram enn fremur að ekki þurfi að skrá sig og um sé að ræða keppni jafnt fyrir reynslubolta og skemmra komna og að verðlaun og gjalfir verði að verðmæti 400.000 krónur þannig að til einhvers er að vinna.

Sem fyrr segir er keppnin haldin á Sólon (efri hæð) næsta laugardagskvöld og verður húsið opnað klukkan 20.00