Vatnamót, Haukur Haraldsson
Virðulegur en frekar þunnur hængur úr Vatnamótunum! Myndir eru frá Hauki Harladssyni.

Fréttir af Vatnamótunum bárust seint og síðast inn á borð til okkar, en kannski var veiðin þar einna best? Hvað sem því líður, þá sendi Haukur Haraldsson okkur pistil, en hann hefur opnað Vatnamótin til margra ára…

Vatnamót, bleikja
Enn finnast stöku bleikur á svæðinu.

Haukur sagði: „Vatnamótin tóku vel á móti okkur félögunum sem höfum verið að veiða þar síðastliðin 16 árin. Reyndar svo vel að aldrei höfum við veitt jafn vel og í jafn dásamlegu veðri. Veiðin var allt frá silfruðum frískum geldfiskum sem ekki voru með í hrygningunni í vetur, yfir í mjóslegnari en virðulegri hænga og hrygnur sem voru að troða sig út af sílum eftir hrygningu og föstu veturdvalarinnar í hyljum ánna sem renna í Skaftá.

Vatnamót
Dásdamleg stund!

Við settum í rúmlega 200 fiska á þeim tveim dögum sem við vorum við veiðar. Fiskarnir voru frá rétt rúmlega 40 cm upp í 80 cm. Áin tók á móti okkur full af ís á morgnana sem hún ruddi af sér um hádegi. En eins og áður sagði var veðrið eins fallegt og hægt var. Hitinn skreið yfir frostmark á morgnana og upp í 5°yfir miðjan daginn með logni og glampandi sól, farfuglar í yfirflugi og er vart er hægt að hugsa sér fallegri fjalla- og jöklasýn.“