Mýrarkvísl
Flottur urriði, nóg af þeim neðan við girðinguna....

Vorveiðikostunum fjölgar, nú er hægt að smella sér í Mýrarkvísl. Hún er full af urriða árið um kring og ágætis laxveiðiá að auki. Til þessa hefur hún ekki opnað svona snemma en umsjónarmaður og leigutaki hennar, Matthías Þór Hákonarson hefur verið að fikra sig áfram með tilraunir síðustu ár, en það mun eflaust fara eftir árferði hverju sinni hvenær hægt er að opna.

Litlaá
Bergþór með risann!

„Við höfum veið að fikra okkur áfram og prófa. Fórum í ána sjálfir og með viðskiptavini að þessu sinni fyrr en nokkru sinni og það gekk vonum framar. Það hefur verið vetrarríki hér, en áin er full af fiski og þetta gekk vel og urriðinn var bæði vænn og vel haldinn,“ sagði Matthías Þór í samtali við VoV.

Mýrarkvísl
Erlendur veiðimaður með 61 cm urriða við Heiðarendabrúna í Mýrarkvísl. Myndir eru frá Matthíasi Þór.
Mýrarkvísl, veiðihús
Nýtt veiðihús við Mýrarkvísl, frábær bygging með öllu.

Brunná í Öxarfirði opnaði líka um mánaðamótin en það berast stundum fréttir þaðan seint. Nú höfum við þó eitthvað, vel gekk, sérstaklega í vatnaskilunum niiður undir Silfurstjörnuna. Þar hafa stærstu fiskarnir veiðst síðustu vor, bæði birtingar og staðbundnir urriðar. Ein og ein bleikja líka.