Urriði
Það er mikið af vænum staðbundnum silungi á þessum slóðum.

Nú hefur vatnasvæði Blöndu ofan Blönduvirkjunnar, sem er Blöndulón og fjöldi stórra og smárra fallvatna sem renna í lónið. Svæðinu er skipt í tvennt og boðið að bjóða í annað af tveimur eða bæði.

Í fréttatilkynningu sem barst frá Heiðadeild Veiðifélags Blöndu segir m.a.: „Heiðadeild Veiðifélags Blöndu og Svartár óskar eftir tilboðum í silungsveiði á vatnasvæði veiðifélagsins sem er Blöndulón og þær þverár sem falla í lónið og Blöndu ofan Blöndustíflu. Annarsvegar svæði 1, (austan Blöndu) sem er  hluti af Blöndulóni ásamt Galtará, Haugakvísl Ströngukvísl og Herjólfslæk. Hinsvegar svæði 2 (vestan Blöndu) sem er hluti af Blöndulóni ásamt Kúlukvísl, Seyðisá, Beljanda, Þegjanda og Stóralæk. Einnig er hægt er að gera tilboð í vatnasvæðið í heild sinni.“

Þá er það tekið fram að ekki sé hugmyndin að leigja svæðið út til magnveiða heldur skuli veiða-sleppa fyrirkomulag vera á veiðunum og þær, þ.e.a.s. veiðarnar, snúist meira í bland um „einstaka upplifun í ósnortnu og friðsömu umhverfi, þar sem góðra veiðisiða er krafist s.s. að sleppa öllum ósárum fiski. Og að vanda er áskilin réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðsfrestur er gefinn til loka mánaðar, 30.janúar og í forsvari er formaður félagsins Ægir Sigurgeirsson í Stekkjardal.

Á þessu svæði á eflaust eftir að uppgötva marga veiðiperluna, en áður var þetta allt annað svæði, fyrir tíma virkjunarinnar. Þá var Seyðisá gjöful sjóbleikjuá með jafnvel laxavotti og var haft fyrir satt að hvergi í landinu færi hún jafn langt inn í landið og þarna. Virkjunin hins vegar lokaði á aðgang sjóbleikjunnar og stofninn leið undir lok. Uppúr því komu nokkur ár að mikill vöxtur hljóp í silung í Blöndulóni og var hann um tíma veiddur í net til nytja, uns fiskur fór ört smækkandi. Aðal galdurinn þarna efra í nútímanum eru hinar mörgu heiðarár sem eru fullar af fyrirheitum um fallega staðbundna silunga.