Formannaskipti hjá SVFR

Árni Friðleifsson Laxá í Dölum
Árni Friðleifsson, með einn flottann, líklega er þetta í Laxá í Dölum.

Jæja, það verða breytingar hjá SVFR á aðalfundi félagsins 24. Febrúar. Árni Friðleifsson, formaður síðustu 4 árin hefur tilkynnt að hann sé hættur og tími kominn á nýtt blóð.

Árni sendi frá sér fréttattilkynningu í kvöld og þar sagði m.a.: „Ég hef ákveðið að stíga til hliðar og mun ekki gefa kost á mér til formennsku áfram á aðalfundi sem verður 24. febrúar n.k. Ég hef verið í stjórn félagsins í 10 ár, þar af formaður síðustu fjögur árin. Á þessum tímapunkti er ágætis tækifæri að stíga til hliðar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er á góðum stað og rekstur kominn í jafnvægi. Ég sagði á aðalfundi 2015 að félagið væri einsog stórt flutningaskip, það tæki tíma að beygja því inn á rétta siglingaleið. Sú beygja er nú komin og SVFR er á réttri leið á móts við framtíðina. Ég óska þeim sem munu taka við stjórnartaumum eftir aðalfund velfarnaðar og gæfu.”