Maríá Anna og Óli í Veiðihorninu.
María Anna og Óli í Veiðihorninu með einn geggjaðan suður í sjó...

VoV ætlar að leyfa sér að minna á að annað kvöld, þriðjudaginn 30.janúar, verður kynning á fluguveiði í suðrænum sjó og víðar erlendis í verslun Veiðihornsins í Síðumúla. Veiðihornið og Frontiers standa að messunni.

Líkt og Ólafur Vigfússon sagði í fréttatilkynningu fyrr í mánuðinum, þá þarf veiðitímabilinu ekki að ljúka á haustin, þegar allt lokaði á Íslandi væri allt vitlaust að gera víða annars staðar á hnettinum. Ólafur sagði enn fremur:

„Veiðitímabilinu þarf ekki að ljúka að hausti. Þetta snýst ekki bara um Ísland. Við María Anna höfum verið að kynna okkur þessar fjarlægu slóðir síðustu árin og þetta eru fágæt ævintýri. Bonefish, Permit, Trevally, Milkfish, Parrotfish, Sailfish. Allt er mögulegt. Það er um að gera að stytta veturinn og skella sér í fluguveiði á fjarlægum slóðum næsta vetur. Stuttbuxur, sjór og sól. Flugustöng og sterkir fiskar. Í fyrsta skipti á Íslandi verður kynning á fluguveiði í suðrænum sjó. Tarquin Millington-Drake frá Frontiers verður gestur Veiðihornsins og ætlar að kynna fyrir okkur fluguveiði á fjarlægum slóðum. Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast framandi ævintýrum og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Léttar veitingar verða í boði. Hátíðin hefst klukkan 7.30 um kvöldið og stendur til tíu.“