Orri Vigfússon
Orri Vigfússon

Athöfn verður haldin til minningar og heiðurs Orra Vigfússyni formanns NASF sem féll frá fyrir skemmstu og skyldi eftir sig risaskarð í liði lax- og umhverfisverndarsinna.

Tarquin Millington-Drake

Það er Tarquin Millington Drake, einn forráðamanna Frontiers, sem stendur fyrir uppákomuni sem haldin verður á Fishmonger’s Hall, London EC4, 23 Janúar 2018 klukkan 12.30.

Í fréttatilkynningu sem Tarquin setti á FB síðu sína segir: „Með aðstoð aðila sem ekki vildu láta nafna sinna getið, og lögðu fram fé, auk NASF, verður efnt til hádegisverðar fyrir þá sem þekktu Orra, unnu meða honum, og það sem mestu máli skiptir, mátu hið óbilandi starf hans við laxvernd. Bretlandseyjar hafa hagnast gríðarlega á hinu óeigingjarna starfi sem Orri innti af hendi og það er við hæfi að laxveiðisamfélagið heiðri Orra.

Einungis 200 manns munu komast að og verða því eflaust færri en vildu. Þeir sem vilja mæta á vettvang þurfa að hafa samband við Edvinu Ord-Hume í netfanginu support@frontiers.is og þar skal geta með hvaða hætti tengslin við Orra heitin voru. Það er ekkert miðaverð, en framlög eru vel þegin. Edwina hjá Frontiers gefur frekari upplýsingar.