Haraldur Árni Haraldsson, Eldvatn
Haraldur Árni Haraldsson með 90 cm sjóbirtingshæng úr Eldvatni og er þetta sá stærsti úr ánni það sem af er. Fínasta veiði hefur verið í ánni. Mydnin er af FB síðu Eldvatns.

Mikil og góð sjóbirtingsveiði hefur verið í Vestur Skaftafellssýslu í haust og er sama hvar stungið er niður fæti og lína bleytt. Þá hafa nokkrir hrikaleg tröll verið dreginn að landi, allt að 90 cm!

Ómar Smári Óttarsson, Tungulækur
Ómar Smári Óttarsson með 88 cm hæng úr Tungulæk. Fiskurinn er einnig gefinn upp með 52 cm ummál. Myndin er af FB síðu Ómars.

Við hendum hér inn tveimur myndum sem við fundum á FB. Önnur er af 90 sentimetra ferlíki sem er stærsti birtingurinn úr Eldvatni það sem af er. Hinn er 89 cm drjóla úr Tungulæk í Landbroti. Þá hafa 80 plús cm fiskar verið að veiðast í Tungufljóti, Tungulæk, Geirlandsá og víðar. Mikil og góð uppsveifla augljóslega í sjóbirtingi á þessum slóðum, en eftir því hefur verið tekið síðustu 2-3 ár hversu mikið hefur gengið af geldfiski í flestar árnar.