Sporðaköst! Myndina tók Aðalsteinn Pétursson

Veiði hefur stóraukist síðustu vikuna, kraftmiklar smálaxagöngur og slangur af stórlaxi með í einum af stærstu straumum sumarsins. Veiðitölur hafa tekið mikinn kipp og margar ár eru komnar yfir sambærilega tolu síðasta sumars. Kíkjum aðeins…

Förum fyrst yfir töluhæstu árnar, skoðum vikuveiðina og síðan samanburð við síðasta sumar. Í sviganum er tala frá sama tíma í fyrra, en þar fyrir aftan vikuveiðitalan:

Þverá/Kjarrá       1186 (1001) – 343

Norðurá                 834 (794)   –  277

Urriðafoss              718 (531)    –  531

Miðfjarðará            515 (749)    – 195

Haffjarðará            487 (420)    -167

Blanda                     417 (514)     -118

Ytri Rangá               401 (570)   -193

Langá                        346 (532)  -150

Elliðaár                     325 (345)  -97

Grímsá                      301 (361)    -126

Laxá í Kjós               276 (251)    -165

Laxá í Aðaldal
Það er líflegt í Aðaldalnum, hér er George Salah með fallegan fisk úr Kistukvísl. Mynd Vigfús Orrason.

Stoppum hér. Ár í þriggja stafa tölu í viðbót eru tólf. Aðeins ein er komin yfir þúsundið, Þverá/Kjarrá. Það var sama uppi á teningnum í fyrra. Það er lítið mál fyrir lesendur að fletta uppá angling.is og skoða tölur, en okkur lék mest forvitni á að sjá hversu margar af þeim ellefu sem við höfum ekki nefnt eru með meiri veiði heldur en á sama tíma í fyrra.

Tökum þær hér fyrir í réttri röð, talan í sviganum er talan frá síðasta sumri:

Hvítá/Brennutangi      229 (168) *

Eystri Rangá                  216 (145)

Laxá í Leirársveit            176 (143)

Laxá í Aðaldal                175 (171)

Laxá á Ásum                   172 (242)

Hítará                               156 (101) *

Flókadalsá                       155  (192)

Laxá í Dölum                   136 (92)

Víðidalsá                           125 (230)

Vatnsdalsá                        123 (150)

Haukadalsá                       115 (117)

Stóra Laxá í Hreppum    102 (195)

Eins og sjá má þá er allur gangur á þessu. Við höfum hakað við tvær ár sem skera sig úr, Hvítá við Brennutanga, nefnum það vegan þess að Hvítá er með mun fleiri gjöfula staði og væri eflaust mun ofar á listanum ef að allir væru með, má nefna Straumana, Svarthöfða og Skugga.   Þá nefnum við Hítará vegan þeirra náttúruhamfara sem þar hafa orðið vegan skriðufalla í ána. Miki log góð gengd var í ána og sá lax sem vill heim í sumar mun koma, en hver skilyrðin verða til að veiða í ánni liggur ekki fyrir. SVFR, leigutakinn, hefur mælst til þess við veiðimenn að sleppa öllum laxi í sumar til að áin og lífríki hennar fái að njóta vafans.

Litið yfir heildarmyndina þá virðist stóri straumurinn nú vera að skila sterkum smálaxagöngum. Dæmi getum við tekið um eina af minni þekktari ánum á Vesturlandi, Reykjadalsá í Borgarfirði. Hún err akin síðsumarsá, en samt hefur verið gríðarlega líflegt í henni að undanförnu, í aðdraganda straumsins. Hafa menn farið upp í að landa allt að 15 löxum á dag á tvær stangir og allt lúsugur smálax.