Vel fór af stað á silungasvæði Vatnsdalsár

Andri Freyr Björnsson
Andri Freyr Björnsson með fallega sjóbleikju af silungasvæði Vatnsdalsár.

Veiði hófst á silungasvæði Vatnsdalsár þann 15.mai s.l. og er óhætt að segja að vel hafi byrjað, fyrsta vaktin gaf 35 fiska, bæði sjóbleikjur og sjóbirtinga. Mikið af fiski á svæðinu.

Andri Freyr Björnsson
Andri Freyr Björnsson

Pétur Pétursson, leigutaki svæðisins sagði okkur að vorið hefði verið gott og að þessi byrjun hafði ekki komið svo mjög á óvart.“Oddur Hjaltason og félagar hans voru að opna ósasvæði Laxár á Ásum og Vatnsdalsár og fengu flottar bleikjur. Björn Kr Rúnarsson fór nokkrum dögum fyrir opnun til að athuga með fisk og fékk nokkrar glæsilegar bleikjur á bara tveimur tímum, allt að 5 punda bleikjur, þannig að okkur líst vel á framhaldið,“ sagði Pétur.