Stefán Harfnasson, Svaðbarðsá
Stefán Hrafnsson með næstum útdauða stærð á laxi, 99 cm úr Svalbarðsá.

Grínast hefur verið með það að 99 cm laxar hafi orðið útdauðir þegar að stórlaxasleppingar hófust og kvarði Vmst setti tuttugu pundarann á 100 cm. Eftir það hafi ekki fundist 99 cm laxar í landinu. En þeir eru enn þá til…

Valbeinn
Flugan Valbeinn

Stefán Hrafnsson var í Svalbarðsá fyrir skemmstu og var í góðum málum. Setti m.a. í og landaði þessum ótrúlega fallega hæng, sem var grálúsugur, í Hornhyl. „Hann tók fluguna Valbeinn og ég var í hálftíma að slást við hann. Hann var mjög erfiður, svakalega sterkur,“ sagði Stefán í skeyti til VoV. Laxinn var 48 cm í ummál fyrir utan 99 sentimetrana. Þar fyrir utan sagði Stefán okkur að það væri „þokkalegur gangur á Norðausturhorninu, en smálaxinn væri ekki kominn svo neinu næmi….