Sogið, Tómas Lorange Sigurðsson
Bjartir lúsugir smálaxar úr Ásgarði, "kvótinn". Mynd Tómas Lorange Sigurðsson.

Það virðist vera að bóla á smálaxi fyrir norðan ef marka má rafrænu veiðibókina fyrir Vatnsdalsá en hún getur oft gefið góðar vísbendingar um það hvað er í gangi með laxagöngur í þeim landshluta. Mönnum hefur þótt smálaxinn vera seinn norðan heiða, en kannski að það að rætast úr því….

Statistíkin í Vatnsdalsárbókinni er með þeim hætti að síðan 15.júlí hafa veiðst 48 laxar í ánni og þar af 28 eins árs laxar, þ.e.a.s. laxar undir 70 sentimetrum. Fram að því var beinlínis lítið af svoleiðis laxi í ánni og það er eiginlega sama hvert litið er, alls staðar hefur smálaxinn verið seinn á ferð. Pétur Pétursson leigutaki Vatnsdalsár sagði í samtali við VoV að vissulega hefðu menn vonað að smálxinn kæmi fyrr en þess væru dæmi aftur í árin að lítill styrkur væri í smálaxagöngum fyrr en með seinni straum júlím´naðar. „Það er þvíe nginn að örvænta…..enn þá“, sagði Pétur.

En sem sagt, nú eru þau teikn á lofti að meira sé að skila sér af smálaxi, 28 af 48 síðan 15.7 og tvo síðustu daganna eru það 11 af 16 veiddum löxum. Lang flestir þessara laxa eru veiddir í Hnausastreng og Skriðuvaði, þ.e.a.s. í tveimur neðstu veiðistöðum laxasvæðis árinnar.