Urriðafoss, Þjórsá, Hjálmar Árnason
Það getur verið snúið að landa laxi í Urriðafossi! Myndin er fengin af FB síðu IO.

Veiði í Urriðafossi heldur áfram að slá út öll væntingarmet, vikuveiðin þar var 148 laxar á tvær stangir, ríflega tíu laxar á stöng á dag eftir að hafa dalað niður í einhver sex ræksni per dag!

Hvílíkur fundur hjá Iceland Outfitters, þessi veiðistaður hefur setið þarna umárabil og beðið þess að verða fundinn!

Lesendur VoV og Veiðislóðar, sem eru í áskrift við síðarnefnda miðilinn, hafa séð í samantekt okkar um vikuveiði að Urriðafoss er ekki þar á skrá. Það stafar af því að staðurinn hefur ekki viðmiðunarbakland í stangaveiði til að geta fallið inn í þá umfjöllun. En eftir sem áður er þetta aðal staðurinn í sumar, sama hvernig á er litið. Menn geta horft á stórkostlega viku, 453 laxa, í Miðfjarðará, en það er veiði á tíu stangir, 148 í Urriðafossi er á tvær. Þetta er ekki sagt til að draga úr snilldinni í Miðfirðinum.