Þeim fjölgaði aðeins ánum sem hafa nú gefið meira en á sama tíma í fyrra og mun fleiri af viðmiðunarám angling.is voru með betri vikutölu nú en síðast. En það eru miklar sveiflur í gangi… Hér kryfjum við ítarlega vikutölurnar…

Þverá/Kjarrá vermir enn toppsætið með hæstu töluna, en Miðfjarðará er komin ofan í hálsmálið á henni eftir lang bestu vikuna yfir landið, heila 453 laxa! Þó að Norðurá hafi verið með þokkalega viku er hún enn ekki komin með fjögurra stafa tölu. Annars gefa nokkrar tölur til kynna að smálax er víða, einkum norðanlands, aðeins að spýta í, en þó vantar enn kraft í göngurnar og spurning hvort að seinni straumur júlímánaðar skili einhverju. Ef ekki gæti þetta orðið erfiður seinni hluti norðanlands og norðaustan, en menn á þeim slóðum örvænta ekki enn, því oft skila smálaxinn sé seint þar.

Hvort að frekari glæðing komi í veiðina fer sem sagt eftir árferði og hvort að aukinn kraftur komi í smálaxagöngur. Sums staðar eru þær nokkuð góðar, sérstaklega á suðvestan- og vestanverðu landinu. Norðanlands eru þær dræmari. Stórlaxagöngurnar eru samkvæmt tölunum í besta falli þokkalegar.

Núna, þegar komið er fram yfir miðjan júlí eða svo þá er fróðlegt að skoða landslagið og miða þar við viðmiðunarár þar sem angling.is birtir vikulegar tölur. Við biðum aðeins lengur núna en síðast með þessa samantekt til þess að hafa sem flestar með og núna eru þær líklega allar inni.

Veiðislóð hafði því 31 tölu til að vinna með vikutölur og í 23 tilvika voru vikutölurnar betri en í vikunni á undan, í 8 tilvikum lakari. Séu skoðaðar heildartölur og bornar við sama tíma í fyrra þá vantaði aðeins í gögnin, við höfum slíkt viðmið í 28 ám og voru nú 11 betri en þá, 17 lakari. Í einstaka tilvikum er um mikinn mun til hins verra, t.d. Blanda og báðar Rangárnar, en Blanda og Ytri Rangá glæddust þó aðeins í liðinni viku.

Við skulum líta á statistíkina eftir síðustu veiðiviku, kryfja til mergjar og bera saman við sama tíma í fyrra. Víða var góður stígandi frá fyrri viku ,en margar árnar eru samt nokkuð frá þeim tölum sem sjá mátti í fyrra. Í Þetta skipti munum við setja inn í sviga veiðitölu fyrri viku(og vikna eftir því sem við höfum tiltækt) til að lesendur sjái betur hvað er í gangi.

Þverá/Kjarrá. Vikan gaf 237 laxa (345, 248 og 152). Alls vor komnir 1238 laxar á land í gærkvöldi, það er góður stígandi en á sama tíma í fyrra voru þeir 1153. Þverá/Kjarrá er skráð með 14 stangir.

Miðfjarðará. Vikuveiðin var gríðarlega góð, 453 laxar (298, 180 og 101). Mikill stígandi, einstakur yfir landið,  Fór í 1202 laxa á 6 stangir. Verið líflegt í Miðfjarðará en hún er samt nokkuð frá sinni tölu frá sama tíma í fyrra, þegar 1459 laxar höfðu komið á land.

Norðurá. Vikan gaf 172 laxa (219, 184 og 158) Mjög jöfn veiðin í Norðurá síðustu vikurnar. Alls voru í gærkvöldi komnir 966 laxar í bók. Í fyrra var sama tala 880, sem sagt betra nú. Norðurá er skráð hjá angling.is með 12 stangir.

Ytri Rangá. Vikan í henni gaf 332 laxa (205 og 215 laxar síðustu tvær vikur á undan) og hækkaði hún þannig í 902 laxa. Ytri er skráð fyrir 18 stöngum. Þetta er langt frá „sama tíma tölu“ í fyrra þegar 2549 laxar höfðu veiðst, en á móti kemur að vikuveiðin fór vel upp og kannski flottur tími fram undan.

Blanda. Síðasta vika skilaði 231 laxi (143 og 102 laxar vikurnar tvær aá undan), heildartalan því komin í 745 laxa. Þrátt fyrir aukna veiði milli vikna munar afar miklu á sama tíma í fyrra þegar, skv angling.is, voru komnir 1492 laxar á land. Blanda var skráð með 4 stangir framan af á angling.is, en nú er keyrt á öllum 14 stöngum árinnar.

Langá. Vikan var góð og mikið er af laxi. Tala vikunar 199 laxar (201 og 170 tvær vikur á undan) Heildartalan 731 lax og var á sama tíma í fyrra 623 laxar. Langá er skráð með tíu stangir.

Haffjarðará. Vikan gaf 127 laxa (152 og 84 í vikunum þar á undan). Áin fór í 547 laxa. Á sama tíma í fyrra voru komnir 704 laxar á land. Haffjarðará er skráð með 6 stangir.

Grímsá. Hún er á góðu róli. Vikutalan þar var 142 laxar (128 og 112 laxar í vikunum á undan). Áin er nú komin í 503 laxa, en sama tala í fyrra var 251 lax. Grímsá er skráð fyrir 8 stöngum.

Elliðaárnar. Vikan var fín, 130 laxar (107 og 110 laxar í vikunum á undan. Heildartalan núna 475 laxar en var 394 laxar á sama tíma í fyrra. Elliðaárnar voru með fjórar stangir framan af,en sex stangir að undanförnu.

Laxá á Ásum. Vikan þar gaf 133 laxa (107, 79 og 31 lax(ar)laxa í fyrri þremur vikum). Áin var í gærkvöldi með 375 laxa, en 225 fiska á sama tíma í fyrra. Laxá er skráð með fjórar stangir.

Laxá í Kjós. Hún var með viku upp á 93 laxa (61, 114 og 45 laxa í fyrri þremur vikum. Laxá var þá komin í 344 laxa, en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 227 laxar

Laxá í Aðaldal var með 146 laxa viku. (65, 39 og 41 laxa síðustu þrjár vikurnar á undan). Áin er með 317 laxa, en á sama tíma í fyrra hafði 517 löxum verið landað.

Víðidalsá. Vikutalan hennar var 85 laxar (82, 76 og 55 laxar síðustu þrjár vikurnar. Heildartalan hennar nú 315 laxar en var 425 laxar í fyrra. 8 stangir skrifaðar á Víðidalsá.

Selá. Hún hefur tekið vel við sér síðustu vikurnar. Vikan nú gaf 110 laxa (95 og 27 í vikunum á undan). Heildartalan nú 267 laxar en voru 250 á sama tíma í fyrra. Sex stangir í Selá.

Flóka. Er á góðu róli, var með 47 laxa viku (51 og 83 laxa vikurnar á undan). Smá dölun, en áin er komin í 239 laxa, en 205 laxar voru á sama tíma í fyrra. Betra, þrátt fyrir dalandi vikuveiði. Þrjár stangir.

Vatnsdalsá. Jöfn veiði en róleg. Smá uppsveifla samt þessa síðustu viku. Vikan gaf 65 laxa (42, 48 og 34 laxar vikurnar þrjár þar á undan). Áin færðist upp í 215 laxa. Sambærileg tala frá síðasta ári var 338 laxar. Sex stanga á.

Laxá í Leirársveit. Rólegt en þó 64 laxa vika (61 og 54 vikurnar tvær á undan). Heildartalan 207 laxar en voru aðeins 175 á sama tíma í fyrra.

Stóra Laxá. Ekki var nú vikan alveg nógu góð austur í Hreppum. Vikutalan var 10 laxar (46 og 117 laxar í fyrri vikum). Áin þá komin í 205 laxa. Okkur vantar viðmið við sömu dagsetningu í fyrra. Tíu stangir.

Eystri Rangá. Eitthvað í gangi þarna, en veiðin þó tiltölulega jöfn síðustu vikur. Vikan þar gaf nú 56 laxa (47, 66 og 22 laxar þrjár vikur þar fyrir framan). Áin fór í 201 lax, en sama tala í fyrra var 1633 laxar.

Hítará, Sigurjón Bjarni Bjarnason.
Veiði hefur verið að koma vel til í Hítará, helst því að þakka að smálaxagöngur hafa verið að skella sér inn. Hér hefur Sigurjón Bjarni Bjarnason háfað fallegan smálax fyrir veiðifélaga sinn. Mynd Bjarni Júlíusson.

Hítará. Aðeins að hressast eftir rólegheit framan af. Vikan gaf 73 laxa (49, 23 og 10 laxar í vikunum þremur á undan). Stígandi hér á ferð. Með þessu færðist hún upp í 174 laxa, en í fyrra var hún með 383 á sama tíma. Fjórar stangir eru skráðar á Hítará.

Haukadalsá. Hún var með 48 laxa viku (33, 41 og 27 laxar vikurnar þrjár a undan)  Áin hefur gefið 165 laxa. Á sama tíma í fyrra voru komnir 416 laxar úr ánni. Fimm stangir.

Hofsá, menn bíða eftir að sjá framvindu hennar eftir öldudal síðustu sumra. Hún byrjaði vel, þetta var þriðja heila vikan og skilaði 59 löxum (40 og 35 laxar á tveimur fyrri vikum). Alls þá komnir 134 laxar á 6 stangir, en sama tíma í fyrra hafði 150 löxum verið landað.

Straumfjarðará.  Vikan í henni var sú besta til þessa, 51 lax (16, 42 og 18 í vikunum á undan). Hún er núna með 127 laxa á þrjár stangir en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 113 laxar.

Laxá í Dölum. Vikan gaf 33 laxa (56 og 25 laxar í fyrri tveimur vikum). Alls því núna 125 laxar, en sama tala í fyrra var 301 lax. Fjórar stangir í ánni.

Deildará. Vikan gaf 27 laxa (34 og 23 laxar í vikunum á undan). Komin í 93 laxa en tala frá sama tíma í fyrra liggur ekki fyrir. Þrjár stangir.Við höfum ekki samanburðartölu frá síðasta ári, en munum glöggt að hún fór fanta vel af stað með fínar stórlaxagöngur.

Hrútafjarðará. Vikan gaf 65 laxa sem er það lang besta til þessa (13 og 12 laxa vikur á undan) Er með 90 laxa á þrjár stangir. Á sama tíma í fyrra voru 102 laxar komnir á land.

Jökla. Vikan gaf 50 laxa, veiðin því að glæðast, (18 og 12 laxar tvær vikur á undan). Alls 80 laxar en í fyrra voru þetta 155 laxar á sama tíma.

Svalbarðsá. Byrjaði vel, en síðasta vikan gaf 32 laxa (16 laxar í vikunni á undan, en 24 þar á undan í „stuttri“ viku) Með þessu fór áin í 72 laxa. Við höfum ekki viðmiðunartölu frá síðasta ári, en þetta er eitthvað lakara.

Laugardalsá. Alls gaf vikan 28 laxa sem er uppsveifla frá fyrri vikum (10 og 13 tvær vikur þar á undan) Áin samtals frá opnun þá komin í 61 lax, en okkur vantar viðmiðunartölu frá síðasta sumri.

Breiðdalsá. Afar rólegt í Breiðdalnum, en hlýtur að fara að koma til. Vikan gaf 10 laxa (fyrri tvær vikur með 8 og 12 laxa á 6 stangir).  Alls komnir 30 laxar á land, en á sama tíma í fyrra voru  90 laxar komnir á land.

Svartá. Vikan skilaði 17 löxum (6 og 5 laxar á tveimur fyrri vikum á fjórar stangir). Áin þá komin í 28 laxa en í fyrra höfðu 115 laxar veiðst á sama tíma.

Fnjóská. Slök sem fyrr það sem af er. Vikan gaf 7 laxa, en fyrri tvær vikur 6 og 7 laxa hvor. Alls frá opnun 25 laxar en voru 107 á sama tíma í fyrra.