Vatnsdalsá
Þeir geta verið stórir í Vansdalsá. Myndin er af FB síðu Vatnsdalsár.

Rafræna veiðibókin fyrir Vatnsdalsá, sem finna má á heimasíðu leigutaka árinnar, gefur oft og iðulega innsýn inn í hvað er að gerast og gerjast í laxagöngu. Við kíktum við í dag…

Það eru skráðir 123 laxar í bókina. Veiðin fór bærilega af stað og fiskur dreifði sér hratt. En svo kom lognmolla í tökurnar og þó að lax væri víða og góður slatti af honum, gekk illa að fá tökur og helst að það fiskaðist á mjög smáar flugur og þá sluppu að sjálfsögðu fleiri en ella. En rafræna bókin sýnir að meðalþunginn er mikill og uppistaðan í veiðinni er tveggja ára lax. Þar stendur að meðallengd sé 78,28 sm og meðalþyngd reiknuð út frá kvarða Vmst 5,25 kg eða um 10,5 pund. Við nánari skoðun kemur í ljós að þrír eru 100 til 13 sm og aðauki eru 99, 98 og 97 sm drellar í aflanum. Og all nokkrir 90 sm og rétt yfir. Eins og þessi statistík sýnir, er lítið um smálax enn sem komið er.  Eigi skal þó örvænta með það, það eru víða góðar smálaxagöngur sunnar á landinu og þar kemur smálaxinn að öllu jöfnu fyrr en heldur en fyrir norðan.