Reynir með flugukastnámskeið

Reynir miðlar af reynslu sinni og kunnáttu.

Það leynir ekki á sér að stangaveiðivertíðin er hafin og sumarið rétt handan við hornið. Birtingarmyndirnar eru margvíslegar, ein er t.d. sú að Reynir Friðriksson, einn reyndasti stangaveiðimaður landsins, leiðsögumaður og kastkennari, blæs nú til þriggja flugukastnámskeiða.

„Verð með flugukastnámskeið á Selfossi dagana 2-4 maí bæði fyrir byrjendur og lengra komna áætlaður tími er 3 klst á hvert námskeið og hámarksfjöldi er 6 manns. Kennt verður bæði með einhendum og tvíhendum. Þetta eru mánudagur til miðvikudags eftir komandi helgi