
Kristján Páll Rafnsson hjá veiðileyfasölunni Fishpartner.com er með all nokkur verulega áhugaverð svæði, ekki síst fyrir silungsveiðimenn. Eitt af þeim er Syðra Fjall í Laxá í Aðaldal, við fengum smá skýrslu frá honum….


„Laxinn er mættur á Syðra Fjall. Ég var á veiðum þar fyrir skömmu og sá bolta lax við Hólmana. Við vorum ekki að eltast við lax og reyndum því ekkert við hann. Við vorum hins vegar á þurrfluguveiðum og settum í marga fiska á litlar flugur, stærðir 18-20. Helstu flugurnar voru Black Gnat og Griffiths Gnat.

Fiskarnir voru uppí tæp fjögur pund. Syðra Fjall er mjög skemmtilegt þurrflugusvæði þar sem hægt er að vaða víða langt út í á til að eltast við fiska sem eru í æti í yfirborðinu.“