Eyþór Bragi með tröllkarlinn. Myndin er fengin hjá Streng.

Það er ekki nóg með að Hofsá sé með einhverja bestu meðalveiði á stöng þa sem af er sumri, heldur er hún einnig að leggja í púkkið með stærstu laxa sumars, enda hefur löngum verið góð stórlaxavon í ánni.

Myndin sýnir einn fremsta Hofsársérfræðinginn Eyþór Braga Bgarason frá Bustarfelli með lax sem fer í tuttugu punda klúbbinn þó að hann nái ekki hinum tilskyldu 100 cm. Þetta er 97 cm risahængur sem Eyþór hampar þarna og veiddist í Klapparhyl. Það er ekkert lát á góðri veiði í ánni.