Hafralónsá
Hafralónsá, glíman í algleymingi. Mynd Sveinn Björnsson.
Hafralónsá, Sveinn Björnsson.
Fallegur lax úr opnun Hafralónsár. Mynd Sveinn Björnsson.

Veiði hófst í Hafralónsá á fimmtudaginn 29.6 og var það lífleg opnun. Höfðu laxar sést þar víða í aðdragandanum eins og svo víða annars staðar.

Við erum ekki með neinar tölur úr Hafralóninu, en að sögn Sveins Björnssonar,“Denna“ sem var að leiðsegja mönnum í ánni, er fiskur á „flestum stöðum“ eins og hann orðaði það, og „rosalega fallegt vatn í ánni“.

Hafralónsá, Sveinn Björnsson
Glæsilegur hængur úr Hafralónsá. Mynd Sveinn Björnsson.

Meðfylgjandi eru myndir sem Denni sendi okkur. Svipaðar fregnir hafa borist frá Sandá og Ormarsá sem eru líka á þessum slóðum, en tölur fylgdu þó ekki þeim frásögnum, aðeins að líflegt hefði verið og fiskur nánast um alla á.