Deildará
Stórlax úr Deildará um helgina, eins og sjá má er hann ekki beinlínis nýgenginn!

Nú opna árnar á Norðausturhorninu og þær eru auðvitað aðeins á eftir. Selá og Deildará opunuðu um helgina og það vara bara fínt. Í Selá er hálfur mánuður síðan að fyrsu laxar sáust sem var nýlunda þar svo snemma sumars.

„Átta á fyrstu vakt“, sagði Gísli Ásgeirsson um opnunina í Selá, sem verður að teljast frábær byrjun þar eystra. Opnun sem lofað góðu. Ekki var það síðra í Deildará á Melrakkasláttu, fjórir komu þar á land á fyrsta degi nú um helgina og fimm aðrir tóku en sluppu. Vonandi getum við miðlað tölum brátt út Sandá og Ormarsá, en það eina sem við höfum heyrt er að þar hafi verið „líflegt“.