Erlendur veiðimaður með fallegan hæng úr Mýrarkvísl. Mynd Matthías Þór.

Loksins loksins fundin á sem er betri en í fyrra fyrir utan þessar örfáu sem við höfum sagt frá og eru á Norðausturlandi og í Eystra Rangárþingi. Það er Mýrarkvísl….sem er hliðará Laxár í Aðaldal og þess vegna tengd henni…en nei…

Matthías Þór Hákonarson er leigutaki árinnar og hann staðfesti að veiðin í ánni hefði verið betri en í fyrra og betri en menn réðu við að silja miðað við hversu Laxá í Aðaldal hefði verið slök, en Mýrarkvísl er hliðará Laxár.

„Ég er ekki með tölurnar á tæru núna, en þetta er orðið vel betra, miklu betra raunar, en á sama tíma í fyrra. Hér rignir bara og síðustu daga er skol í ánni, en þetta lagar sig aftur. En það eru sem sagt engin vandræði með vatn  hérna. Það er ekki sama vandamálið og fyrir sunnan, hér nóg vatn.“

Matthías sagði að nokkrir veiðistaðir væru með betra móti vegna þess að þeir hefðu verið lagaðir,og nefndi Túnapoll, Höfðaflúð og Gæsaflúð….gaman að fá svona skemmtilegar fréttir þegar allt er í volli….