Laxá í Laxárdal
Sogið í Laxá í Laxárdal, með betri veiðistöðum í Dalnum. Mynd -gg.

Veiði hófst á urriðasvæðinu í Laxá í Laxárdal í Suður Þingeyjarsýslu í gær. Verður að segjast eins og er að veiðin byrjaði prýðilega. Það eru aldrei jafn háar tölur þar og í Mývatnssveitinni, en meðalstærð fiska jafnan mun meiri. Það var einmitt málið….

Við heyrðum í Bjarna Höskuldssyni sem fylgist grannt með gangi mála í Dalnum og hann sagði: „Jæja ég náði nú ekki staðfestri tölu eftir daginn. En eitthvað um 40 fiskar. Meginhlutinn um og yfir 60 cm og vel haldnir. Svo misstu menn eitthvað en eru almennt sáttir.“