Freyja Kjartansdóttir, Laxá á Ásum
Freyja Kjartansdóttir með fyrsta laxinn úr Laxá á Ásum 2017. Mynd STurla Birgisson.

Það voru margar opnanirnar í morgun og í dag, ein af þeim var Laxá á Ásum og eins og við mátti búast, þá fór allt af stað með sprengikrafti. Enda langt síðan að sjá mátti laxa ganga í ána. Hinn frægi Langhylur var fullur af laxi!

Sturla Birgisson, umsjónarmaður árinnar lét frá sér þetta skeyti: „Opnunar hollið í Laxá á Ásum endaði með 19 löxum og sá stærsti 93 cm. Fyrsta laxinn fékk Freyja Kjartansdóttir kl 7:40 í Stekkjarstreng. Laxinn er dreifður um alla á og mikið af vænum löxum í Langhyl.“