Jóhannes Guðlaugsson með tröllið í morgun! Mynd Jóhannes Hinriksson.

Vorveiðin fór af stað með fítonskrafti í Ytri Rangá, fyrsti fiskur ársins var hvorki meira né minna en 99 cm og hefur mörg opnunin farið verr af stað!

„Fyrsti silungur ársins í Ytri – Rangá, ekki af verri gerðinni, 99 cm langur, veiddur af nafna mínum Jóhannesi Guðlaugssyni. Tók Tinsel flugu á Húsabakka. Geggjaður fiskur sem hann réði ekkert við lengi vel,“ segir Jóhannes Hinriksson, en hann hefur lengi haft umsjón með ánni. Það eru ekki mörg ár síðan að menn fóru að opna ána í apríl, en þegar það var reynt þá gekk nógu vel til að framhald er á því.