Blanda
Blanda . mynd tekin í opnun fyrir nokkrum árum, líklega af Höskuldi Birki Erlingssyni.

Laxinn er mættur í Blöndu, en þar opnar fyrir veiði næst komandi sunnudag, 5.júní. Kunnugir hafa verið að kíkja eftir laxi og í dag, laugardag, voru skilyrði góð og þá stóð ekki á árangri….laxinn er mættur!

Frá þessu greindu þeir Þorsteinn Hafþórsson og Höskuldur Birkir Einarsson sem stunda Blöndu, veiða þar og leiðsegja. Þeir sáu laxa í Damminum svokallaða. Blanda er náttúrulega ein helsta snemmsumarsá landsins og þetta kemur ekki á óvart. Spennandi verður að fylgjast með opnun árinnar eftir viku…