Urriði, Þingvallavatn, Árni Kristinn Skúlason
Árni Kristinn í rokinu með tröllið...

ION svæðin í Þingvallavatni eru að gefa vel, en önnur svæði svona skot og skot(fisk og fisk) og það eru stórir skrattar að veiðast, síðast í dag einn 91 cm og 18 punda

Árni Kristinn Skúlason veiddi þann nýjasta nú fyrr í kvöld, í hífandi vindi og brælu. 91 cm og      veginn 9 kg eða 18 pund. Eins og sjá má af myndinni eru þessir náungar afar vel haldnir, þessi er silfraður og feitur sem bendir til að hann hafi sleppt hrygningu í fyrra haust, en þekkt er Þingvallahöfðingjarnir geri slíkt til að gefa sér tíma til að éta meira….

Myndin er eign Flugubúllunnar í Mosfellsbæ og kvikindið tók svartan Dýrbít.