„Alslemmutúr“ hjá Fish Partner

Fallegur Hofsárlax. Mynd Strengur

Veiðileyfasalinn Fish Partner er að brydda upp á skemmtilegri uppákomu í sumar. Þeir sem ná að tryggja sér veiðileyfi fara vítt og breytt og reyna að landa „alslemmunni“, þ.e.a.s. að landa laxi, urriða og bleikju á sama degi, eða í sama túrnum.

Fish Partner menn segja: „Dagana 26- 28 júlí ætlum við að halda þrennu mót eða “Grand slam” keppni eins og það kallast í Bandaríkjunum. Veiðifélagar ráða sjálfir hversu alvarlega keppnin er tekið en fyrst og fremst er þetta skemmtipakki þar sem maður er manns gaman eða kannski frekar þar sem fiskur er manns gaman. Keppnin snýst um að veiða alla þrjá laxfiskana það er Lax, Bleikju og Urriði.

Veitt verður í Soginu á Þrastarlundarsvæðinu, Efri Brú í Úlfljótsvatni, Kaldárhöfða í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni, Villingarvatnsárós í Þingvallavatni og í Villingavatni. Um er að ræða eingöngu fluguveiði. Veiðimönnum verður skipt upp og rótera á milli svæða samkvæmt skipulagi. Það veiða allir öll svæðin.“

Alslemmu eltingarleikurinn stendur frá 26-28.júlí, umsjónarmaður og skipuleggjandi er Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson, sem kallaður hefur verið villimaður, varla þó vegna þess að blóðslóðin fylgi honum í veiði, því hann er mikill V-S talsmaður. Villimaður vegna þess að ekkert fær hann stöðvað í veiðinni.og er þannig lýst hjá Fish Partner

Stórglæsilegur Laxárdalshöfðingi.

26 júlí.

Klukkan 9:00 er hist á tjaldsvæðinu í Þrastarlundi og farið yfir prógramið og reglur keppninar. Menn geta komið upp tjaldi þá eða að veiðidegi loknum.

Veitt til kl: ca 21:00. Menn hittast á tjaldstæði og og bera saman bækur sínar, deila myndum og segja sögur.

27 júli.

Veitt út daginn samkvæmt prógrami. Stuð og stemmning á tjaldsvæðinu hefst kl:20:00. Þá verður grillað en við höfum fengið matreiðslumanninn Örvar Bessason í lið með okkur og mun hann sjá um ljúfenga grill máltíð fyrir svanga munna. Því næst verður dagskrá þar sem engum mun leiðast.

28 júlí.

Tjaldi pakkað saman og svo haldið til veiða út daginn samkvæmt prógrami.

Verðlaun verða síðan veitt síðar á sérstöku skemmtikvöldi Veiðifélaga sem auglýst verður síðar.

Fishpartner bleikja
Falleg bleikja

Eins og fram kemur í inngangi þá eru Ameríkanar sérstaklega spenntir fyrir svona þema, en spenningur fyrir slíku hefur borist víðar. Ritstjóri var veiðifélagi Einars Fals Ingólfssonar blaðamanns og ljósmyndara í efstu drögum Kjarrár dag einn fyrir fáum árum, Einar landaði þann daginn bleikju og laxi í Svartastokki og urriða síðan niðri í Störum. Spennan og gleðin leyndi sér ekki. Sjálfur var ritstjóri eitt sinn hársbreidd frá því að ná alslemmunni, það var í Vatnsá. Sjóbirtingur og lax náðust á land snemma morguns og mun neðar í ánni, undir hádegi, kom ég auga á væna bleikju í ónafngreindum veiðistað. Hjartað sló hraðar, þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ritstjóri sér bleikju í Vatnsá þó að fullt sé af henni í Heiðarvatni, sem Vatnsá rennur úr. Og sko, bleikjan tók og var komin ríflega hálf á land, ca 3 punda fiskur þegar flugan losnaði og bleikjan hvarf út í hylinn. Í fyrsta skipti í mörg ár sá ég virkilega eftir fiski sem slapp og fylla þann flokk þó margir eftirminnilegir fiskar. Þannig að þessi alslemmupæling er alvöru og eflaust verður mikið stuð hjá þeim Fish Partner mönnum og skjólstæðingum þeirra.