Einn svakalegur úr Stóru!

Brian Eliason með þann stóra úr Stóru.

Það er búið að landa örfáum löxum í sumar sem náð hafa 100 cm eða meira. Laxá í Aðaldal hefur þar komið mest við sögu eins og svo oft áður. Hér greinir frá einum um meterinn sem veiddist í Stóru Laxá.

Það hefur verið fínasta veiði í þverám Hvítár og Ölfusár að undanförnu. Göngur nokkuð góðar. Alltaf bólar nokkuð á stórlöxum og þessi á myndinni er um meterinn, veiddur í Stóru Laxá nú í byrjun viku. Veiðimaður Brian Eliason.

Þá má geta þess, að þó að þetta sé frétt Stóru Laxár, að í gær veiddust fjórir 96-98 cm laxar í Jöklu. Alveg magnað. Góð veiði þar, sem og í Vopnafirði.