Flott byrjun í Flóðinu

Gott að vita af gelfiski, þetta er frá opnun Fitjaflóðs. Myndin er frá SVFK

Keflvíkingarnir opnuðu Fitjaflóðið og að venju var fínasta veiði. Það sem gladdi hvað mest var kannski að talsvert var af geldfiski í aflanum og á ferðinni.

Óskar Færset segir: „Flottum túr lokið hjá okkur félögum í Flóðinu og var sett í um 80 birtinga mest í Trektinni og Hólmasvæðinu og ánægjulegt að geldfiskur var töluverður á svæðinu.“