Kápa Sportveiðiblaðsins, Jón Helgi Björnsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir með stórlax neðan við Æðarfossa.
Kápa Sportveiðiblaðsins, Jón Helgi Björnsson og Halla Bergþóra Björnsdóttir með stórlax neðan við Æðarfossa.

Þriðja tölublað Sportveiðiblaðsins 2016 kom út í lok ársins og að venju kennir margra grasa í efnisyfirliti blaðsins. Er þar um að ræða blöndu af skot- og stangaveiði, bæði heima og erlendis.

Ekki verður allt tínt til, en nefna má þó viðtal Ragnars Hólm Ragnarssonar  við Jón helga Björnsson á Laxamýri sem tók á árinu við formennsku í Landsambandi veiðifélaga og hefur látið til sín taka í ræðu og riti síðan, ekki síst er varðar  hina glannalegu uppbyggingu sjókvíaeldis með norskum eldislaxi í fjörðum vestanlands- og austan. Fjallar viðtalið bæði um veiðimennsku Jóns Helga og umrædd eldismál og þess má geta að Haraldur Eiríksson ritar einnig grein um sjókvíaeldið, en hann hefur sett sig vel og rækilega inn í máli. Þá eru textar um Laxá í Leirársveit og Víðidalsá og skotveiðitúra karla og kvenna til ýmissa heimshorna.