Ágúst Heiðberg með glæsilega hrygnu úr Langadalsá. Myndin er frá FB síðu Langadalsár.

Það er búið að opna fyrir veiði í Langadalsá við Ísafjarðardjúp og menn eru sáttir við opnun þar eins og svo víðar. Lax fyrirfannst víða og þeir fyrstu komu á land.

„Fyrstu laxar sumarsins í Langadalsánni fengust í gærkvöldi (um mánaðamótin) er 78 cm hrygnu úr Túnfljóti og 85 cm hæng var landað við efstu brú. Á meðfylgjandi mynd er veiðimaðurinn Ágúst Hafberg með hrygnuna úr Túnfljótinu,“ segir í færslu á FB síðu Langadalsár. Það fer sem sagt vel af stað þar vestra.