Blanda, Árni Baldursson
Sá stóri, 18 punda úr Blöndu í gær. Mynd Árni Baldursson.
Reynir M. Sigmundsson Blanda
Reynir M. Sigmundsson með stóranhæng úr opnun Blöndu.

Blanda fór afar vel af stað ef tekið er tillit til þess að skilyrði voru engan vegin góð. Mjög mikið vatn og gruggugt. Samt var flott opnun og eitthvað af laxinum dreginn á flugu! Vel gert.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni Davíð Snorrasyni sölustjóra hjá Lax-á, sem er leigutaki árinnar, þá var opnunarhollið með 23 laxa á fjórar stangir yfir tvo daga sem verður að teljast flott miðað við aðstæður, eins og við nefndum. Þetta var allt stórlax, sá stærsti ca 18 pundari sem Árni Baldurssonn leigutaki veiddi á Breiðunni að sunnan.

Brynjar Þór Hreggviðsson, Blanda
Brynjar Þór Hreggviðsson með flotta hrygnu úr Blöndu.

 

Opnun Blöndu er flott. Hún er erfið en menn eru samt að setja í laxa sem segir að það er töluvert af fiski þó að það eigi eftir að koma betur í ljós hversu mikið. En þetta er alveg í stíl við Norðurá, Urriðafoss og Þverá/Kjarrá….