Gott skot í Minnivallalæk og fiskar vænir

Hér er boltafiskurfrá helginni út Minnivallalæk, um 70 cm hængur. Myndin er fengið hjá Þresti Elliðasyni, leigutaka árinnar.

Frekar lítið hefur farið þeim ágæta veiðistað Minnivallalæk í fréttum nú í vor, enda ástundun með öðrum hætti en verið hefur þar sem veiðihúsið hefur verið í yfirhalningu. Því hafa verið veiddir stakir dagar og stundum enginn að veiða og dagarnir misgóðir. En lækurinn hefur átt sín augnablik.

Þröstur Elliðason leigutaki árinnar sagði t.d. frá því hópur kunnugra hefði bleytt þar færi nýverið Það var hópur sem þekkir lækinn vel og gerði góða veiði. Fengu þeir 14 fiska og þá stærstu allt að 70 cm og nokkrir 60 cm plus voru einnig í aflanum. Var urriðinn að taka peacock og Blóðorm, meðal annars og var veiðin nokkuð vel dreifð um lækinnnn. Fiskarnir voru í góðum holdum, komu vel undan vetri,“ sagði Þröstur.
Viðgerðum og vilhaldi á veiðihúsi verður senn lokið og í júní verður húsið selt með veiðileyfunum. Eiga gestir Minnivallalækjar von á góðu með gistinguna.