Búið að loka Yokanga!

Langadalsá
Fallegur lax úr Langadalsá. Árið er 2018. Mynd David Thormar.

Þetta er að vísu íslensk veiðisíða, en ef að það koma upp risafréttir annars staðar frá, þá erum við fyrst og síðast fréttaveita. Nú er búið að loka Yokanga í Rússlandi. Mögulega mestu laxveiðiá veraldar fyrir Atlantshafslaxinn. Leiðsögumaður dó á árbakkanum og nú er rannsókn í gangi.

Dauðsfallið er dularfullt. Það er einn leiðsögumaður fyrir tvo veiðimenn og þar sem áin er erfið þá staðsetur leiðsögumaðurinn sig á milli tveggja gesta. Hefur gætur á þeim. Í þessu tilviki var þetta algeralega þannig, en skyndilega tyndu veiðimennirnir leiðsögumanninum. Síðan fannst hann dáinn á árbakkanum og „sagan“ segir að hann hafi verið á báti og hvolft og drukknað. Samt var ekkert vatn í lungum hans og þá beinast spjótin að veiðiþjófum, sem eru nógu harðskeyttir til að myrða veðivörð, enda mikil og heiftarleg hefð fyir veiðiþjófnaði á þessum slóðum.