Veiðivötn standa undir nafni

Veiðivötn
Kvöldsól í Veiðivötnum. Myndin er úr myndasafni.

Veiði hefur verið ágætum í Veiðivötnum það sem af er og fimmta veiðivikað býsna góð þó að hún hafi verið sú lakasta til þessa.

Þessar dömur heita Theodóra og Sigrún og eru hér með fallega fiska úr Grænavatni. Myndirnar eru fangnar af www.veidivotn.is

Á fallegri og gamalgróinni vefsíðu þeirra sem halda úti veiðiskapnum og aðstöðunni segir m.a. um fimmtu vikuna:  „Ágæt veiði var í 5. veiðivikunni, 1629 fiskar komu á land. Þetta er svipuð veiði í 5. viku og undanfarin ár. Í vikunni veiddust 973 urriðar og 656 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Litlasjó, 409 en mesta bleikjuveiðin var í Snjóölduvatni (351). Stærsti fiskur sumarsins er 13,6 pd urriði úr Ónýtavatni.“

Fjögur vötn skera sig úr fjölda veiddra fiska, með fjögurra stafa tölu,, en þau eru ólík í eðli sínu. Hæst er t.d. Snjóölduvatn með 4146 fiska, en þar af eru aðeins 28 urriðar. Afgangurinn er bleikja og lág meðalþyngd aflans bendir til að vatnið sé ofsetið bleikju, en meðalvigtin er 0,64 pund.. Sama er að segja um Nýjavatn sem er með 1428 veidda fiska. En þar af eru aðeins átta urriðar og restinbleikja.

Það eru til vænar bleikjur í Veiðivötnum þó að obbinn sé smár. Hér er veiðimaður með bleikjur allt að 5 pundum úr Langavatni.

Meðalþunginn í vatninu er einnig lítill, aðeins 0,48 pund. Hins vegar eru tvö hrein urriðavötn einnig í hópnum, Litlisjár með 2273 fiska allt urriða og meðalþyngd upp á 2,2 pund með 9 punda fiska stærsta, og Hraunvötn með 1060  fiska, allt urriða og meðalstærð 2,41 pund. Þar eru stærstu fiskar einnig um 9 pund.

Annars er magnað að sjá á töflum hversu víða veiðist og hlytur að vera mikið ævintýri að fikra sig til og frá og geta í mörgum tilvikum verið að reyna á lítt reyndum slóðum.