
Þröstur Elliðason eigandi Strengja og leigutaki Jöklu, sagði í samtali við VoV í dag að breytinga væri að vænta við Jöklu á komandi sumri. Þá stendur til að bæta við húsakostinn á svæðinu.
Til þessa hefur verið veitt með 6-8 stöngum á aðalsvæði Jöklu, en síðan nokkrar stangir í viðbót í ofanverðri ánni. Það hefur verið kallað tilraunastangir á meðan menn hafa náð utan um hvað laxinn er að dreifa sér þar og fjölga sér. Núna þykir Þresti það liggja nægilega vel fyrir til að gera breytingar. Til stendur að fell svæðið Jökla 2 inn í aðalsvæðið en fjölga ekki stöngunum umfram þær átta sem mest hefur verið á aðalsvæðinu. „Þetta eru miklar vegalengdir upp með allri Jöklu, en þeir sem til þekkja vita að þetta er aðeins tíu mínútna viðbót í akstri og þetta tilraunsvæði hefur verið mjög gjöfult, þannig að þesi breyting á alveg rétt á sér,“ sagði Þröstur og bætti að að bætt yrði við húsakostuinn í Hálsakoti, þar vanti bæði upp á aðbúnað fyrir leiðsögumenn, starfsfólk og silungsveiðimenn. Úr því eigi að bæta fyrir vertíðina 2022.