Árni Friðleifsson, Laxá í Mývatnssveit
Árni Friðleifsson með einn glæsilegan á opnunardaginn.
Laxá í Mývatnssveit
Glímt við einn sterkan.

Urriðasvæðið í Laxá í Mývatnssveit opnaði 29.mai síðast liðinn og eins og við greindum frá var veiði lífleg. Meðal veiðimanna í opnuninni var Árni Friðleifsso fyrrverandi formaður SVFR og hann sendi okkur pistil um opnina.

„Þetta var frábær opnun. Sumarið kom í Mývatnssveitina á hádegi opnunardaginn 29. maí. Mjög kalt var um morguninn en eftir því sem leið á daginn hlýnaði og endaði í 22 stiga hita. Veiðin jókst eftir því sem hlýnaði og urriðinn varð tökuglaðari.

Árni Friðleifsson, Laxá í Mývatnssveit
Það var ein og ein boltableikja í aflanum.
Árni Friðleifsson, Laxá í Mývatnssveit
Það gengur stundum dálítið á þegar sleppa skal reiðum og sprækum fiski!

Fiskur vel haldinn og greinilegt að lífríki í Laxá er góðu lagi. Ég þurfti að fara í borg óttans(Reykjavík) á fimmtudeginum og ekki er laust við að tárin láku niður kinnar er ég yfirgaf þessa paradís,  semsagt frábær opnun í góðum félagsskap.“