Frábær opnunarvika í Veiðivötnum

Þessi veiðimaður heitir Ísar og þetta er sá stærsti úr Veiðivötnum það sem af er. Mynd Bryndís Magnúsdóttir.

Veiði er hafin í Veiðivötnum og hefur veiði verið góð það sem af er, þrátt fyrir að framan af hafi verið erfið skilyrði.

Í skýrslu Arnar Óskarssonar á vefnum veidivotn.is segir: „Í fyrstu viku veiddust 4020 fiskar, 2605 urriðar og 1415 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Litlasjó, 1292 og næst flestir, 456, í Stóra Fossvatni. Þyngsti fiskurinn var 13,2 pd urriði úr Hraunvötnum. Meðalþyngd var 1,53 pd og mesta meðalþyngd var 2,24 pd í Litla Breiðavatni. Sjá nánar á www.veidivotn.is