Hólmasvæðið, Ólafur Guðmundsson
Flottur birtingur og flugan sem hann féll fyrir. Mynd Ólafur Guðmundsson.

Eins og við höfum greint frá nýlega þá er sjóbirtingur farinn að ganga í Vestur Skaftafellssýslu fyrir nokkru og er kominn nokkur kraftur í göngurnar. Fyrst veiðist jafnan í Hólmasvæðinu, Vatnamótum og bergvatnsám sem renna beint í hafið, eins og Eldvatn.

Hólmasvæðið, Ólafur Guðmundsson
Glæsilegur sjóbirtingshængur af Hólmasvæðinu. Mynd Ólafur Guðmundsson.

Við heyrðum aðeins í Ólafi Guðmundssyni, sem stundar þessar veiðar af meira kappi en flestir og fengum þessa skýrslu frá honum: „Síðustu daga er ég  búinn að vera fyrir austan og þar með neðst í Vatnamótunum, á svæði sem kallast Hólmasvæði. Tíu flottir sjóbirtingar komnir á land og mældist sá stærsti 79 cm og 44 cm í ummál.

Hólmasvæðið, Ólafur Guðmundsson
Fullkomið, ekki satt? Mynd Ólafur Guðmundsson.

Við þetta má bæta fínum fregnum frá Eldvatni, Tungulæk og Jónskvísl. Tungufljót fer oftast seinna í gang, enda liggur það mun hærra inni í landi. En Ólafur sendi okkur myndir og sjón er sögu ríkari.