Fjórtán laxa dagur í Úlfarsá

Ásgeir Ólafsson með einn af mörgum úr Úlfarsá eftir daginn, þessi greinilega úr lóninu ofan við stífluna, þar liggur oft haugur af laxi.....

Mikið hefur verið talað um að ár víða um land „eigi mikið inni“ þar sem þurrviðrasamt hefur verið og hlýtt í veðri. Þetta er allt satt og rétt og þegar fór að rigna dálítið kom á daginn að þetta átti við rök að styðjast. Tökum sem dæmi daginn í dag þegar Ásgeir Ólafsson og Daníel félagi hans skelltu sér í Korpu, sem okkur þykir reyndar tilhlíðilegra að kalla Úlfarsá.

Ásgeir segir frá deginum í stuttu máli: „Ég og Daníel (eldri) vinur minn áttum frábæran dag í Korpu. Fengum 14 laxa og vorum mjög ánægðir með það, sérstaklega þar sem veiðin í ánni alla síðustu viku var aðeins 6 laxar.“ Einmitt. Hvað rignining getur breytt miklu á veiðislóðinni.