
Það hefur löngum verið nokkuð húllumhæ við opnun Elliðavatns, en opnunin hefur verið dálítið á reiki síðustu ár. Var alltaf 1.mai forðum, en færðist yfir á Sumardaginn fyrsta og hann er n.k, fimmtudag. Veiðikortið hefur skipulagt dagskrá í tilefni dagsins.
Í frétt sem Veiðikortið birti nú í byrjun viku segir m.a.: -Sumardagurinn fyrsti við Elliðavatn! Kíktu til okkar við Elliðavatnsbæinn á fimmtudaginn milli 10-14. Caddisbræðurnir Hrafn og Ólafur Ágúst ásamt Ólafi Tómasi verða á svæðinu milli 10-14 til að leiðbeina veiðimönnum auk þess sem þeir verða með fyrirlestur/örnámskeið kl. 11.00. Skógræktin býður upp á fróðlega gönguferð kl. 13.00. Hægt verður að kaupa Veiðikortið og dagsleyfi á staðnum.“
Það verður að teljast afskaplega líklegt að opnun vatnsins verði með líflegra móti því vorað hefur einstaklega vel eftir kaldan vetur og svo eru yfirleitt helstu snillingar vatnsins ævinlega mættir á bakkann. Menn sem þekkja vatnið eins og lúkurnar á sér.