Dagur B Eggertsson, Elliðaárnar
Dagur borgarstjóri kemst á blað. Myndin er frá 2017. Mynd Odd Stenersen.

Við greindum frá því að fjórir laxar veiddust á fyrsta klukkutímanum í Elliðaánum í morgun og horfur væru góðar. Heldur betur, það veiddust 25 laxar og það var fiskur um allt. Með betri opnunum sem við munum eftir.

Odd Stenersen sér um FB-síðu fyrir Elliðaárnar og hann skilaði svohljóðandi skýrslu: „Fyrsta lax ársins veiddi Anna Sif Jónssdóttir undir öruggri leiðsögn Ásgeirs Heiðars á Efri Breiða kl. 0720, 62 cm hrygna. Það veiddust 25 laxar á opnunardaginn, 18 fyrir hádegi og 7 eftir hádegi. 15 laxar veiddust á flugu og 10 á maðk. Breiðan gaf mesta veiði,9 laxa.“