Risaurriða er ekki bara að finna í þekktustu sjóbirtingsánum og í Þingvallavatni, Ytri Rangá lúrir einnig á þeim og eitt slíkt tröll veiddist í ánni í gær.
Umsjónaraðili Ytri Rangár, Iceland Outfitters greindi frá þessu í gær: „Hrafn H Hauksson var að landa þessu 94 cm trölli á Fossbreiðunni við Ægisíðufoss í dag (í gær). Þetta er svakalegur fiskur, feitur og flottur en ummálið er 56 cm sem segir okkur að þessi fiskur er ekki langt frá 10 kg.“