Þórður Jörundsson, Húseyjarkvísl
Þórður Jörundsson með glæsilega hrygnu úr Húseyjarkvísl nú í byrjun vertíðar.

Húseyjarkvísl er meðal þeirra áa sem að opna hvað síðast og hún var opnuð í síðustu viku og það með góðum stæl. Sextán laxar voru dregnir og slatti tapaðist. Ein besta opnun sem um getur að sögn leigutaka árinnar.

Leigutakinn er Valgarður Ragnarsson, sem auk þess að vera leigutaki Kvíslarinnar, er laxveiðileiðsögumaður, aðallega í Vopnafirðinum. Hann sagði í samtali við VoV að allt hafi þetta verið stórlax, hafði á orði raunar að það væri enginn smálax í Húseyjarkvísl, en líklega er það ekki nákvæmt! Þá sagði hann að þrír laxar hefðu veiðst daganna á undan opnuninni á silungasvæði árinnar. Allt liti þetta vel út og opnunin væri með þeim bestu sem hann myndi eftir.