Laxá í Aðaldal, Brúarhylur
Laxá í Aðaldal, myndin tekin við Brúarhyl. Mynd, -gg.

Laxinn er nú farinn að sjást hér og þar, enda stutt í veisluna. Á dögunum sást lax í Laxá í Kjós, nú er fyrsti laxinn mættur í Laxá í Aðaldal og við skulum fastlega reikna með að þeir fyrstu eru komnir víða um Borgarfjörðinn.

„Fyrsti laxinn sást í Laxá í Aðaldal í dag, nánar tiltekið við Staurinn í Kistukvísl,“ sagði Orri Vigfússon formaður Laxárfélagsins í skeyti til VoV í kvöld. Að sögn var um að ræða fallegan „tveggja ára“ fisk. Það eru alltaf snemmgengir fiskar í Laxá og þessi gæri verið kominn alla leið uppá Torfur eða í Presthvamm þegar áin opnar.