Fyrstu laxarnir úr Soginu

Eysteinn Orri Gunnarsson með þann fyrsta, væntanlega" úr Soginu 2022, 65 cm úr Bíldsfellinu.

Veiðileyfasalinn veida.is greindi í gær frá því að sett hefði verið í fyrstu laxa sumarsins í Soginu í gær. Þá í Bíldsfelli, en laxar hafa þó sést víða.

Í færstu Kristins Ingólfssonar hjá veida.is segir: „Sett var í fyrstu laxa sumarins í Soginu, sem við höfum heyrt af, núna síðdegis.  Eysteinn Orri Gunnarsson kíkti í Bíldsfellið nú síðdegis og var búinn að setja í 2 laxa þegar við heyrðum í honum nú í kvöld.

Fyrsti laxinn kom á milli garða, ca. 65 cm hængur – Eysteinn var einn á svæðinu og tók þessa mynd sem hér fylgir með. Eysteinn skellti sér aftur útá garðana og setti í einn stórann. Þegar hann var buinn að koma honum nánast í flæðarmálið, þá sleit hann úr honum. Eysteinn varð var við fleiri fiska. Enginn lax er ennþá kominn á land í Alviðrunni, en þó hafa veiðimenn séð nokkra á Öldunni og þar um kring.

Þá má geta þess að fyrstu laxarnir hafa nú veiðst í Tungufljóti í Boskupstungum og verður að telja það frekar snemma á þeim bænum. Áin hefur til þessa verið talin svokölluð síðsumarsá.